Nżįrsheit meš mildum tón
31.12.2022 | 11:57
Nżtt įr er nżtt upphaf. Ķ minni fjölskyldu hefur skapast sś hefš aš setjast nišur og fara yfir lišiš įr, aš velja tóninn fyrir nęsta įr og eitt eša fleiri orš sem viš ętlum aš nota sem įttavita žetta įriš. Flest okkar tengja nżtt įr viš aš skapa sér nżjar venjur, aš lyfta lķfinu upp ķ nżja tóntegund. Įramótaheit endurspegla žessa ósk okkar um nżtt og betra lķf.
Įramótaheit geta veriš skammlķf. Oft er žaš vegna žess aš žau eru óljós fyrir okkur. Žaš žżšir samt ekki aš žau eigi ekki rétt į sér. Žaš er ekki aušvelt aš umbreyta gömlum venjum og žaš getur veriš gagnlegt aš hafa stušning viš aš setja nišur hęfilega stór skref ķ einu žar til markmišinu er nįš.
Stundum eigum viš žaš til aš setja okkur óraunhęf markmiš sem einkennast af fullkomnunarįrįttu og veršum svo fyrir vonbrigšum meš okkur sjįlf ef žaš nęst ekki.
Algeng įramótaheit eins og aš vilja léttast, komast ķ form eša borša heilsusamlega eru góš markmiš. En stundum eru žau lituš af óžolinmęši eša kröfu um aš viš eigum aš lķta śt į einhvern įkvešinn hįtt eša standa okkur betur en viš erum aš gera. Žegar žannig višhorf meš dęmandi undirtóni laumast inn ķ įramótaheitin okkar erum viš komin ķ strķš viš okkur sjįlf. Fullkomnunarįrįtta kemur okkur sjaldan žangaš sem viš viljum fara. Sjįlfsmildi er mjög mikilvęgur grunntónn.
Oršiš mitt fyrir žetta komandi įr er einfaldleiki. Ég įset mér aš fagna ófullkomleikanum og vera opin fyrir björtum glugga einfaldleikans. Ég ętla aš hlusta meš fótunum į jöršina sem nęrir mig og gefa flękjum hugans rżmi til aš greiša śr sér ķ staš žess aš leyfa žeim aš skilgreina mig. Ég ętla aš gefa unglingnum mķnum fęrri góš rįš og hlusta meira į hann. Og mig langar til aš sżna sjįlfri mér og öšrum meiri mildi į nżju įri.
Hver er žinn įsetningur fyrir nżtt įr?
Gušrśn Arnalds - jógakennari, markžjįlfi og leišbeinandi ķ Fókusing - ašferš til aš hlusta į lķkamann og sķna innri veröld
andartak@andartak.is
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.