Meistaramįnušur - įskorun til žķn

sjore_04092014_mg_7644_pp.jpgÉg kynnti mér nżlega hugmyndina um “Meistaramįnuš" og komst aš žvķ aš hśn snżst um aš hvetja okkur til aš taka höndum saman um aš vķkka śt žęgindarammann og setja okkur markmiš. Žaš er aušveldara aš gera hlutina saman en hvert ķ sķnu horni. Viš ķ Andartaki įkvįšum aš nota tękifęriš og hvetja jógaiškendur og ašra sem vilja vera meš – aš koma sér upp daglegri hugleišsluiškun ķ Meistaramįnuši.  Ķ jóga tölum viš um aš žaš taki 40 daga aš koma sér upp nżjum venjum.

Ef viš ętlum aš tileinka okkur nżjan lķfsstķl er gott aš muna aš žaš gerist ekki į einum degi. Žaš getur veriš įgętt vegarnesti aš hafa nęga žolinmęši gagnvart sjįlfum sér og fęrast ekki ķ fang meira en viš teljum okkur geta stašiš viš.

Til žess aš taka upp nżja siši žurfum viš aš sleppa gömlum og oft rótgrónum venjum og taka upp nżjar venjur sem žjóna okkur betur. En gömlu venjurnar uršu ekki til į einum degi.

Venjumynstrum okkar mętti lķkja viš įrfarveg sem myndast viš flęši vatns eftir sama farvegi įr eftir įr. Žessi mynstur eru til ķ undirvitund okkar og myndušust į löngum tķma. Viš endurtökum žessi hegšunarmynstur sjįlfkrafa og vegna žess hve žau eru rótgróin ķ okkur er erfitt aš sleppa žeim. Til žess er ķ raun naušsynlegt aš bśa okkur fyrst til nżjar venjur. Žaš er lķka mun skemmtilegra aš einbeita sér aš žvi aš koma sér upp nżjum, jįkvęšum og uppbyggjandi venjum en aš žvķ aš losa sig viš “slęma” og eša nišurrķfandi įvana.

Žaš er mjög mikilvęgt aš gera hlutina į eigin forsendum – aš finnast viš vera viš stjórnvölinn. Žetta er ķ grunninn spurning um višhorf. Žaš veršur allt miklu aušveldara ef viš tökum sjįlf įbyrgš į eigin lķfi.

Jóga kennir okkur aš hlusta į okkur sjįlf og aš takast į viš hugann. Ef viš erum ekki mešvituš um spennuna innra meš okkur eša žaš hvernig okkur lķšur getur lķfiš oršiš svo innantómt og flatneskjulegt. Jóga hjįlpar okkur aš nįlgast dżptina innra meš okkur. Flestir anda til dęmis allt of grunnt. Of grunn öndun veldur streitu, gerir okkur einbeitingarlaus og óöguš. Viš hęttum aš upplifa og njóta og förum aš gera hlutina ómešvitaš og įn gleši.

Jógaiškun getur hjįlpaš okkur aš taka upp nżjar venjur. Žegar viš lęrum aš takast į viš hugann og förum aš slaka meira į fylgir žvķ löngun til aš gera fleira sem er gott fyrir okkur. Fyrir hverja nżja og  upplyftandi venju sem viš tileinkum okkur fylgja yfirleitt margar ķ kjölfariš.

Dagleg hugleišsla gefur okkur aukna einbeitingu, dregur śr streitu og kvķša, bętir ónęmiskerfiš og eykur sjįlfstraustiš. Viš förum aš sjį betur hvert viš stefnum og hvaš viš viljum ķ lķfinu og öšlumst aukiš žol fyrir breytingum og erfišleikum.

Žeir sem vilja taka žįtt ķ įskoruninni geta sent okkur póst į andartak@andartak.is eša bara komiš og veriš meš ķ fyrstu hugleišslunni mišvikudaginn 1. okt. kl 16.30 ķ Andartaki, Skipholti 29A. Hęgt er aš fręšast meira į Andartak.is

Gušrśn Darshan - Andartak jóga- og heilsustöš / gudrun@andartak.is
 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband